Velkomin í Birta Stúdíó


Förðun, ljósmyndun og myndbandagerð...allt á sama staðnum!

Við erum lítið fjölskyldufyrirtæki sem veitir persónulega þjónustu í notalegu umhverfi.

Um okkur


Ljósmyndun

Við tökum að okkur allskonar ljósmyndunarverkefni fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Einnig tökum við að okkur ýmiskonar vöruljósmyndun.

Förðun

Halldóra Birta förðunarfræðingur sér um að farða fyrir myndatökur og viðburði. Við bjóðum upp á staka förðun í stúdíóinu okkar.

Video verkefni

Stutt myndbönd eru ótrúlega áhrifarík leið til þess að auglýsa vörur og þjónustu á samfélagsmiðlunum. Við tökum að okkur video verkefni, bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga(t.d. brúðkaup).

Egill Gauti


Teymið okkar samanstendur af Agli, sem tekur upp myndbönd, Halldóru Birtu sem sér um förðun og Skúla sem sér um ljósmynda- og upptökuverkefni.

Halldóra Birta


Halldóra Birta er förðunarfræðingurinn okkar og stílisti. Hún sér um að gera þig extra fína fyrir myndatökuna eða bara þegar þú ætlar að gera þér glaðan dag.

Skúli


Skúli tók og vann allar myndirnar á síðunni. Hann hefur mestan áhuga á að taka að sér brúðkaup, bæði myndatökur og myndbandagerð. Auk þess hefur hann gaman af vöruljósmyndun.

Vöruljósmyndun


Vöruljósmyndun er mikilvæg fyrir fyrirtæki sem vilja fá flottar myndir á vefsíðuna sína, í auglýsingar eða á samfélagsmiðlana. Skúli hefur virkilega gaman af því að skapa skemmtilegar myndir í samvinnu með fyrirtækjum.

Brúðkaup


Við hjálpum þér að fanga minningar frá stóra deginum og getum séð um förðun, ljósmyndun og myndbandagerð

Förðun


Halldóra Birta förðunarfræðingur sér um alla okkar förðun, sama hvort það sé stök förðun í stúdíóinu eða tengt öðrum verkefnum hjá okkur.

Gallerý


Sjáðu hvað við höfum verið að gera undanfarið