Förðun hjá Halldóru

Halldóra Birta


Förðunarfræðingur

Halldóra Birta hefur yfir áratuga reynslu af förðun og hefur í gegn um árin lagt mesta áherslu á förðun fyrir tísku og ljósmyndun. Hún vinnur náið með ljósmyndurum og veit nákvæmlega hvað þarf til að ná fram því besta í fólki sem situr fyrir á myndum. Áherslan er alltaf höfð á náttúrulegt og klassískt útlit sem eldist vel.

,,Mér finnst förðun snúast um að draga fram það besta í fólki í stað þess að reyna að breyta andlitum. Þannig fá einstaklingar að njóta sín best sem þeir sjálfir og alltaf gaman að sjá hvað sjálfstraustið fer upp á við”

Verðskrá


Sendu mér endilega línu á halldora@birtastudio.is eða bjallaðu í síma 661-1818 til að bóka tíma í förðun eða fá tilboð í verkefni

Brúðkaupsförðun : 25.000 kr 

Prufuförðun innifalin í verði (Verðlag getur breyst eftir ferðalögum, séróskum ofl. en það er alltaf samkomulag)

Ef um stærri verkefni er að ræða þar sem þarf förðunarfræðing til lengri tíma fyrir “touch-up” eða ef farða þarf fleiri en einn einstakling er best að vera í bandi og við finnum sanngjarnt verð!

Einstaklingsförðun: 8.000 kr

Verkefni